Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Hobbitarnir

    - allt frá krúttlegu trúbadoradúói upp í full-blown hljómsveit

    Hobbitarnir eru: Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson. Hafa þeir spilað saman sem trúbadorar í rúm sex ár. Þeir koma fram við öll tækifæri og eru með afar fjölbreytt lagaval sem hentar nánast öllum aldurshópum. Einnig er hægt að fá Föruneytið með Hobbitunum en þá bætast við trommuleikarinn Ólafur Ingólfsson og bassaleikarinn Pálmar Guðmundsson.

    Föruneytið hentar við allar stærri veislur og árshátíðir.

     

    Pakki 1 Hobbitarnir: 

    Hlynur Þór og Ólafur Þór, syngja báðir og spila báðir á kassagítara. Eru vanir að koma fram við mjög fjölbreyttar aðstæður, allt frá fámennum veislum í heimahúsum yfir í að halda uppi bryggjusöng fyrir þúsundir manna á bæjarhátíðum.

    Miðast við atriði sem getur verið frá 20 mínútum og allt upp í klukkustund.

    Hobbitarnir geta hentað við nánast hvaða aðstæður sem er. Taka einnig að sér að spila í kirkjulegum athöfnum s.s. brúðkaupum, skírnum og jarðarförum.

    Pakki 2 Hobbitarnir + bassaleikari:

    Pálmar Guðmundsson bassaleikari bætist í hópinn. Bassinn gefur meiri fyllingu og fyllir betur út í stærri sali. Allt sem á við Pakka 1 á hér líka við, en með bassanum opnast sá möguleiki að spila á heilu balli fyrir smærri hópa.

    Pakki 3 Hobbitarnir og Föruneytið:

    Hér er komið fullt band. Ólafur Þór kominn á rafmagnsgítar og Ólafur Ingólfsson trommari bætist við. Þessu fylgir töluvert meiri útgerð. Stærra hljóðkerfi og hljóðmaður (Anton Ívarsson), ásamt öðrum minni fylgihlutum.
    Hentar vel fyrir stórar samkom