Aníta Eldjárn er sjálfstætt starfandi ljósmyndari búsett í Reykjavík. Hún lærði ljósmyndun í Norsk Fotofagskole sem er staðsettur í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan árið 2011. Frá árinu 2011 hefur Aníta starfað við hin ýmsu verkefni.
Hennar helstu kúnnar hafa verið Iceland Airwaves, Sónar festival, Birtingur og Dv. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir götutískumyndir sem birtast mánaðarlega í Nýju Lífi. Aníta tekur að sér flest verkefni en sérhæfir sig í tísku, tónlistar og viðburðar myndum. Hringdu í okkur eða sendu póst ef þú hefur áhuga á að bóka Anítu!