Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Bogomil Font og hljómsveit

    marsbúa cha cha cha

    Sigtryggur Baldursson, sem er þekktur fyrir sína persónutöfra, húmor og auðvitað tónlistarhæfileika, hefur nokkuð lengi búið með hliðarsjálfinu Bogomil Font. Hann ásamt hljómsveit kemur fram við ýmis tækifæri. Hljómsveitin er misstór eftir tilefni en á dansleikjum er hún minnst fimm manna. Bogomil tekur einnig að sér veislustjórn ef þess er óskað.

    Bogomil Font og félagar leika dásamlegar dægurperlur frá fimmta og sjötta ártugnum: rokkabillý, rúmbur og kalypsó með ögn af íslenskri sveitarómantík lýsir nokkuð vel tónlistinni sem þeir flytja.