Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Píla pína

    Hugrakka músin úr ævintýrasöngleiknum Pílu pínu
    Píla pína er lítil mús. Hún á mömmu sem er Húsamús og pabba sem er Hagamús. Hún er með stórt hjarta og ennþá stærri persónuleika. Píla elskar að syngja og dansa og trúir á hið jákvæða og fallega í tilverunni. 
    Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir fer með hlutverk Pílu pínu sem var sýnt við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar í Hofi í vetur.
    Píla pína syngur lög úr leikritinu og plötunni og ræðir um mikilvægi þess að fólk beri virðingu fyrir hvert öðru þrátt fyrir að vera ólíkt. 
    Píla er fyrir alla aldurshópa. Börn hafa sérstaklega gaman af henni og fullorðnir hrífast með.