Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Borgardætur

    söngtríó sem allir þekkja

    Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993.

    Söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir stofnuðu til samstarfs, ásamt píanóleikaranum og útsetjaranum Eyþóri Gunnarssyni, í þeim tilgangi að setja saman dagskrá byggða á lögum hinna bandarísku Andrews systra. Dagskráin sló í gegn og næstu ár á eftir var tríóið áberandi í íslensku tónlistarlífi, hélt tónleika víða um land og gaf út þrjá geisladiska, Svo sannarlega (1993), Bitte nú (1995) og Jólaplötuna (2000).

    Borgardætur starfa enn, halda tónleika af og til og koma fram í veislum með stutt söng- og skemmtiprógram. Frá útkomu hinnar rómuðu Jólaplötu hafa þær haldið jólatónleika í desember við frábærar undirtektir.