Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Dixielandfélagið

    dægurtónlist frá fyrstu áratugum síðustu aldar

    Þessi ágæti hópur var settur saman árið 2003 og hefur leikið við ýmis tækifæri síðan. Hér er leikið í Dixieland-stíl sem ættaður er frá New Orleans og var dægurtónlist síns tíma sem var á fyrstu áratugum síðustu aldar og má því segja að stíllinn sé orðinn safngripur sem slíkur. Það eru fáir sem ekki fá smá fiðring í fætur og maga við að heyra vel flutta Dixieland-tónlist enda er hún lífleg og grípandi.

    Við spilum gamla góða standarda auk þess sem við gæðum úrval íslenskra laga dixielandlífi á okkar hátt.

    Við erum sex hljóðfæraleikarar og einn kosturinn við þessa samsetningu er sá að við getum komið okkur fyrir hvar sem er, algjörlega óháðir rafmagni. Jafnvel væri hægt að marsera með þennan hóp með litlum tilfæringum.

    Þessi hópur hefur spilað töluvert saman opinberlega m.a. á árshátíðum, brúðkaupum, menningarhátíðum og einkasamkvæmum.

    Dixielandfélagið samanstendur af valinkunnum hljóðfæraleikurum af suð-vestur horni landsins og þeir eru : Þorgils Björgvinsson á Banjo, Jón Björvinsson á Trommur, Arnar H. Halldórsson á Klarinet, Jóhann Stefánsson á Trompet, Finnbogi Óskarsson á Túbu, og loks Stefán Ómar Jakobsson á Básúnu.