Krašak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Daušahringurinn

    - barįtta upp į lķf og dauša

    miðvikudagur 03:50

    Leikurinn er farinn af stað 50 manns keppa um sigur í Dauðhringnum.

     

    miðvikudagur 17:23

    Einn er dottinn út.

    Frank

    Frank var tekinn niður þegar hann var að elta fórnarlamb sitt. 

    Fórnarlambið sagði að Frank væri reyndar ekki sá eini sem hefði fengið gusu á sig í dag en hin hafi víst ekki verið að taka þátt í leiknum....

    Núna eru 49 manns eftir í Dauðahringnum.

     

    miðvikudagur 21:58

    Áslaug er dottin út.

    aslaug

     

    Tilkynning barst frá morðingja hennar sem að eigin sögn náði að verjast þegar að hún ætlaði að hjóla í hann.

    Áslaug er úr leik og 48 standa eftir í leiknum. 

     

     

    miðvikudagur 23:00

    hahahahha.. ég drap Arnar! Morðinginn hringdi í mig skellihlæjandi.

    arnar

    Ég byrjaði sko á að fara niður í vinnu til hans en rétt missti af honum. Hann var víst ný farinn. En þá ákvað ég bara að elta hann heim til hans.

    Ég slökkti að sjálfsögðu á ljósunum á bílnum um leið og ég kom í götuna og lagði langt frá.

    Hann býr svona í kjallara og af einhverjum órúlegum ástæðum var glugginn inni í stofu opinn. Er maðurinn ekki í Dauðahringnum eða????

    Að vísu var dregið fyrir með rimlagardínum en ég smeigði höndinni inn fyrir, hægt og rólega svo hann yrði mín ekki var. 

    Vissi svo sem ekki hvort að það væri hann sem lá þarna í sófanum en einhver var þarna svo ég lét bara vaða!

    "aaaaaahhh, hvað er þetta" 

    Ég svaraði á móti með draugalegu röddinni minni "þú ert dauður...... þú ert dauður..... þú ert dauður"

    Og já, Arnar er dauður, það eru 47 eftir í Dauðahringnum.

    fimmtudagur 08:13

    Eiríkur Fannar er dauður!

    eiki

    Morðingi hans sagði okkur frá plottinu.

    Þetta tók svoldið langan tíma þar sem að Eiríkur er ekki skráður til heimilis hérna í Reykjavík heldur er hann með lögheimili hjá foreldrum sínum á Húsavík. 

    Ég fann þó út hvar hann er að vinna en þá er hann í fríi í heila viku út af einhverju námskeiði sem hann er á.

    En bíðið nú hæg, Eiríkur átti afmæli í gær og þess vegna hringdi ég bara í mömmu hans og bað hana að gefa mér upp heimilisfangið hans í bænum svo ég gæti komið til hans pakka. Hún mátti samt ekki láta hann vita! (svoldið sniðug þessi). Hún sagði mér líka á hvaða námskeiði hann væri svo ég var komin með allar upplýsingar!

    Í morgun mætti ég svo bara niður á höfn þar sem hann var um borð í björgunarskipi að gera reykköfunaræfingar að ég held. Ég lét síðan bara kalla kauða upp og..... bleytti hann svolítið.

    Hann var ekki sáttur ;)

    En svona virkar þetta, Eiríkur er dottinn út og þá eru bara 46 eftir.

    fimmtudagur 14:14

    Friðþjófur er úr leik.

    fridthjofur

    Morðinginn hringdi og tilkynnti drápið.

    Hann olli víst miklum usla inni á vinnustað Friðþjófs en einhvern veginn tókst honum að komast inn á lokaða deild sem er alls ekki ætluð ókunnugum.

    Vel spilað þarna!

    Friðþjófur er úr leik og núna eru 45 eftir í leiknum.

     

    föstudagur 00:06

    Enn fækkar í hringnum og í þetta sinn var það Egill sem fékk að finna fyrir gusunni.

    egill

    Morðingi hans notaði aðstoðarmann í þetta sinn. Litla saklausa stelpu sem bankar uppá.

    "Hæ, ertu nokkuð til í að hjálpa mér aðeins. Bíllinn minn er eitthvað bilaður og er stopp hérna neðar í götunni. Ertu til í að hjálpa mér að ýta honum."

    Góðmennskan lekur af Agli sem fór út til hjálpar en viti menn, stekkur þá ekki morðinginn fram og bleytir hann til ólífis.

    Núna eru bara 44 eftir í leiknum!

    föstudagur 00:51

    Skammt er stórra högga á milli.

    gudrun

    Stjórnanda var að berast skeyti.

    "Guðrún er dauð. Múhahaha."

    Síðar, daginn eftir, fékkst nánari útskýring frá morðingjanum.

    Ég var búinn að finna húsið hennar og kanna það vel. Vissi hvar svefnherbergið var og hvernig rúmið snéri inni í því.

    Ég mætti síðan á svæðið miklu seinna um kvöldið eða um hálf eitt þegar ég var nokkuð viss um að hún væri lögst til hvílu.

    Ég laumaði höndinni inn um svefnherbergisgluggann og sprautaði sem óð væri yfir allt rúmið, fórnarlambið og kærastann hennar.

    Það heyrðust heldur en ekki hljóð úr horni. Æpir og skræki r, mér krossbrá þar sem ég lá í felum við opinn gluggann. 

    En þau áttuðu sig fljótt og Guðrún játaði sig sigraða, ég gat því farið sáttur í bólið ;)

    Enn hefur fækkað í Dauðahringnum og standa núna 43 eftir.

    föstudagur 17:03

    Sveinbjörn er fallinn í valinn.

    sveinbjorn

    Morðinginn var hálf hræddur við hann enda Sveinbjörn Cross Fit meistari sem kennir í Boot Camp.

    "Sko ef hann fattar hver ég er og hleypur í burtu þá er ég ekkert að fara að ná honum. Og ef hann síðan ákveður að fara á eftir mér þá er ég ekkert að fara að sleppa undan honum."

    Morðinginn settist upp á hjólið sitt, klæddur í "ræktar fötin" og hjólaði að Boot Camp á Suðurlandsbraut svona til að tékka hvort að hann sæi Sveinbjörn þarna.

    Þegar hann kom á staðinn sá hann fullt af fólki sem var að hita upp og gera alls konar æfingar en þar rétt hjá stóð enginn annar en Sveinbjörn að tala við konuna sína. Í kringum þau hljóp svo barnið þeirra að leika sér með byssuna hans Sveinbjörns.

    Fullkomið, morðinginn tók sér stöðu og skaut Sveinbjörn í bakið!

    Núna eru 42 eftir í Dauðahringnum.

    föstudagur 17:19

    Morðinginn var ekki lengi að hugsa sig um í þetta sinn því einungis 16 mínútum eftir að hann hafði gengið frá Sveinbirni fór hann í næsta fórnarlamb. Helga átti sér einsk is ills von og var sprautuð niður þegar hún var í vinnunni.

    helga

    Hringurinn þrengist, núna standa eftir 41.

     

     

     

     

     

    sunnudagur 03:18

    Another one down.

    petur

    "Pétur Stefánsson er dauður!!!

    Ég þóttist vera fulla gellan á djamminu og hringdi og spurði hvar hann væri og náði honum á Kaffibarnum."

    Já maður er ekki einu sinni óhultur á laugardagsnótt í miðbænum. Fólk með vatnsbyssur út um allan bæ.

    Pétur á víst að hafa áttað sig eftir að hringt var í hann, hringdi til baka og reyndi að breyta upplýsingunum.... Ég er reyndar farinn af Kaffibarnum sko... ég er núna á hérna.. uhhh.. en honum tókst ekki að plata morðingjann sem náði honum á Kaffibarnum og plaffaði hann niður.

    Núna eru 40 manns eftir í Dauðahringnum.

    mánudagur 15:46

    Auðbergur er látinn

    audbergur

    Fregnir af láti hans eru enn mjög acute;skýrar og bíðum við eftir að bætt verði úr því.

    Eitt er þó á hreinu, hann er dottinn úr leiknum og núna eru 39 eftir.

     

     

    mánudagur 20:49

    "Skotmarki útrýmt"

    arnarp

    Morðinginn sagði mér hvernig morðið á Arnari hafi borið að.

    Hehe, þetta var frekar einfalt. Fékk danskan vin minn til að fara og dingla hjá honum, Þegar fórnalambið kemur til dyra algerlega grunlaus(Óvopnað, er ekki leikur í gangi?) spyr Daninn á bjagaðri íslensku hvort þetta sé Arnar Pétursson, Fónarlambið svara játandi og þá stekk ég til og næ að plaffa hann í bringuna rétt áður en hann nær að loka hurðinni,

    Hann tók þessu vel samt en ósáttur við sjálfan sig

    Arnar er úr leik og 38 standa eftir.

    þriðjudagur 13:07

    Grétar er úr leik.

    gretar

    Stjórnandi : Halló

    Morðingi : Já góðan dag ég ætlaði að tilkynna að skotmarki mínu hefur verið útrýmt.

    Stjórnandi : Glæsilegt og getur þú staðfest við mig hver það var?

    Morðingi : Það var Grétar.

    Stjórnandi : Flott. Viltu segja mér frá því hvernig þetta gerðist?

    Morðingi : Nei ég ætla ekki að gefa upp strategíuna mína.

    Þar hafið þið það. Leikurinn heldur áfram. 13 eru dottnir út og aðeins 37 standa eftir.

    þriðjudagur 13:17

    Ólöf er úr leik.

    olof

    Hún var tekin niður þegar hún var að labba inn í Bónus á Granda.

    Morðinginn beið eftir henni fyrir utan heimili hennar og elti hana svo á bíl út í Bónus.

    Það fækkar hjá okkur og núna eru bara 36 eftir í leiknum.

     

    þriðjudagur 22:35

    Og þá er Stefán úr leik.

    stefan

    Morðinginn hringdi í mig þegar hann var að keyra frá vetvangi glæpsins.

    "Veistu, ég held ég hafi bara aldrei verið svona stressaður, ég skelf alveg, get varla keyrt."

    Og þá eru 15 farnir og 35 eftir.

    miðvikudagur 10:40

    "Melurinn náði mér."

    hafdis

    Borgin er vöknuð og Hafdís er fallin. 

    Morðinginn lagði sig allan fram í þetta sinn.

    Dulbjó sig sem pósturinn og ekki nóg með það heldur sérsmíðaði hann pakka sem hann kom höndinni og byssunni inn í og bjó svo til lítið gat á hann sem hann gat sprautað út um.

    Hafdís kom til dyra, þó með allan varann á því hún var með byssuna á sér.

    Pósturinn var þó fyrri til að sprautaðist á hana úr pakkanum.

    Hún hefur sennilega ekki verið mjög ánægð með böggulinn þann.

    Já leikurinn verður ekki lengri hjá Hafdísi í þetta sinn en 34 standa eftir í leiknum, 16 eru farnir.

    Við bendum á að skráning í næsta leik er hafin á kradak@kradak.is. ATH 18 ára aldurstakmark.

    miðvikudagur 20:17

    Ásgeir er ekki lengur meðal vor.

    asgeirlogi

    Ásgeir náðist á vinnustaðnum sínum, Tapas barnum, þar sem hann var að kokka inni í eldhúsi.

    Ætli það hafi slettst eitthvað vatn á diskinn hjá gestunum?

    Ásgeir er dottinn út og 33 standa eftir.

     

     

    miðvikudagur 21:40

    Ásgeir er dottinn út.

    asi

    Morðinginn kom heim til hans. 

    Hringdi þegar hann var fyrir utan og sagðist hafa klesst utan í bílinn hans. 

    Ásgeiri fannst þetta mjög skrýtið svo hann tók með sér byssuna og var við öllu búinn þegar hann labbaði út.

    Það dugði þó ekki til að morðinginn náði honum.

    Núna eru 32 eftir.

    miðvikudagur 23:34

    "Drap Ara,

    ari

    á tvítugsafmælinu hans! Moohahaha!

    Það sást strax á sms-inu að morðinginn var frekar ánægður með þetta.

    "Vissi að viðfangið ætti afmæli. Þótti líklegt að hann væri að finna á einu af öldurhúsum borgarinnar. Stóð heima, fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég gekk inn á ónefnd slíkt. Tók smá hring, stoppaði beint fyrir framan hann þar sem hann sat í hrókasamræðum og plaffaði hann beint í feisið án þess að segja orð. Hann átti aldrei minnsta séns greyið. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!"

    Til hamingju með daginn Ari en því miður ert þú dottinn úr leik. 31 eru ennþá lifandi!

    fimmtudagur 20:40

    Rósa er dottin út.

    rosa

    Við í Leikhópnum Lottu fengum mail á pósthólfið okkar frá konu að barnið sitt hefði séð sýninguna okkur á leikskóla fyrir nokrum dögum (sem stemmdi alveg) og hvort við værum að sýna einhversstaðar á næstunni. Ég var s cute; fyrsta sem sá þennan póst og þar sem ég sé um að senda geisladiskana okkar svaraði ég mailinu og sagði henni frá að við værum enn að selja geisladiskana okkar af því við værum hætt að sýna nema einmitt á svona uppákomum. Ég gæti sent þá til hennar eða hún nálgast þá til mín, gaf henni símanúmerið mitt og að hún gæti náð í mig hvar sem er og sagði hvar ég héldi mig yfirleitt á daginn. Kvittaði svo undir með nafninu mínu. Hún þakkaði fyrir og sagðist ætla að hugsa málið. Daginn eftir sendir hún annað mail um að hún ætli bara að skella sér á disk og hvort hún mætti ekki nálgast hann til mín. Jújú það er alveg sjálfsagt og ég gaf henni því upplýsingar hvar ég yrði stödd þann daginn, hún væri með símanúmerið mitt og gæti því hringt á undan sér.

    Svo líður dagurinn og ég var eins og alla daga alveg á nálunum um að verða drepin en grunaði ekki að þetta "samtal" ætti einhvern þátt í því þar sem ég afgreiði nokkrar svona beiðnir á viku. 

    Svo kemur að því að konan hringir, við mælum okkur mót og hún segir að mögulega komi kærastinn sinn að sækja diskinn (og þar sem það hefur gerst oft áður fannst mér það ekkert athugavert) Svo kemur að því, hann kemur og ég fer út á bílaplan tilbúin að afhenda geisladiskinn og þá bara plaff skotin! Þar kom að því. Búin að vera eins og herforingi á verðinum, dulbúin ljósu hári og sólgleraugum. þó ekki þennan daginn, og ógeðslega fyndið að mig grunaði þetta ekki einusinni, samt búin að vera út í glugga allan daginn og spæjast fyrir hvort nokkur bófi væri á leiðinni upp til mín. 

    Skemmtilegur leikur!

    Aðeins 30 standa eftir í Dauðahringnum.

    fimmtudagur 21:37

    Axel er ekki meðal vor lengur.

    flex

    Þetta var allavega snilldarlegt, en ég var blekktur.

    Vinkona morðingjans kom og skaut mig í bakið, ég brjálaðist henti byssunni minni í ruslagám, sem var reyndar sérlega glæsilegt kast þó ég segi sjálfur frá. Þegar ég var svo alveg brjálaður að öskra á kunningja minn í símann kom hinn rétti morðingi og skaut mig beint í fésið.

    Mér var lítt skemmt en varð síðan bara þakklátur því að vera frjáls undar þeirri gríðarlegu spennu sem hafði heltekið mig frá fyrsta degi.

    En þetta var ægilega gaman. Takk fyrir mig!

    29 standa eftir!

    föstudagur 16:37

    Björn-inn hefur verið felldur.

    björn

    28 standa eftir.

     

     

     

    sunnudagur 00:35

    Marteinn dauður. Hann sofnaði á verðinum.

    matti

    Matti taldi sig alveg öruggan í innflutningspartýi hjá vinkonu sinni á laugardagskvöldið. Það sem hann vissi ekki var að morðingi hans var með aðstoðarmann sinn á staðnum sem sagði honum allt um hegðan Matta.

    Morðingjanum var hleypt inn í miklu kyrrþey og læddi aðstoðarmaðurinn honum inn þar sem hann kom að Matta grunlausum.

    Núna eru aðeins 27 eftir í dauðhringnum. Hringurinn þrengist, spennan magnast og hjartað er við það að brjótast út úr brjósti þátttakenda.

    mánudagur 16:31

    Kristinn er búinn að vera

    kristinn

    Morðinginn beið eftir honum fyrir utan vinnustað hans og elti hann svo þangað sem hann var að fara.

    Ohhhh, plís nennirðu að stoppa í Bónust eða eitthvað.....

    Og viti menn. Kristinn beygði inn á bílastæði, fór inn í sjoppu, tók ekki byssuna með sér, morðinginn á eftir og plafff - beint í andlitið.

    Enn fækkar í leiknum, 24 dottnir út, 26 standa enn og keppa til sigurs í Dauðahringnum og keppa um sigurlaunin, 50.000 krónur.

    þriðjudagur 16:15

    Við erum hálfnuð!

    olafur

    Ólafur er fallinn og er hann sá 25 sem dettur út í Dauðahringnum.

    Reikningshausar eiga nú ekki erfitt með að setja þetta upp fyrir sig en jújú, mikið rétt, 50 hófu leik, 25 eru dottnir út, það eru 25 eftir í Dauðahringnum sem þýðir að á tveimur vikum er leikurinn hálfnaður.

    Þetta gerist kannski hægar núna en í byrjun en það þýðir bara að morðinginn er kominn enn nær þér en hann var í gær.

    Við fylgjumst áfram með þeim 25 sem eftir standa.

    fimmtudagur 22:36

    Ég drap hana baksviðs!

    katrina

    Morðinginn var ansi sniðugur þarna.

    Ég fékk bara svona back-stage passa á Októberfest þar sem að hljómsveitinn hennar Katrínu var að spila og svo náði ég henni bara á bakvið ;)

    Hún þurfti svo bara að fara fram að spila, blaut og fúl !

    Hhehehehe.

    Og þar með erum við meira en hálfnuð með leikinn því núna standa 24 eftir.

    fimmtudagur 22:58

    Alexandra er því miður ekki lengur með.

    alexandra

    Sms-ið barst nokkrum mínútum eftir að tilkynningin um dauða Katrínu hafði komið. 

    Það liggur eitthvað í loftinu á þessu fimmtudagskvöldi. 

    Við bíðum enn frétta af því hvernig andláti Alexöndru bar að og látum ykkur vita um leið og eitthvað fréttist.

    Það fækkar í leiknum 23 eru eftir.

     

    laugardagur 03:26

    Fuck, hann náði mér!

    arni

    Sms-ið kom frá Árna sjálfum. Hann hafði játað sig sigraðan.

    Stuttu seinna bárust skilaboð frá morðingja hans:

    Aaaaaaaaaaaaa!!!! Ah ég drap hann!!!!! Árni er dauður !!!!!!!

    kv. "ritskoðað"

    Þetta er farið að verða spennandi, 22 standa eftir!

    mánudagur 09:46

    Ég skaut hann, ég skaut Ómar.

    omar

    Ég komst að því í hvaða skóla hann er og ákvað að ná honum þar.

    Fór til ritarans og sagði honum að ég ætlaði að gefa honum bók og vantaði að vita í hvaða stofu hann væri. 

    Hún fletti honum upp.

    "Hann á ekki afmæli"

    Ó nei, er kellingin að fara að vera með vesen?

    "Nei ég veit, mig langaði bara að gefa honum þessa bók, geturðu sagt mér í hvaða tíma hann er"

    "Hmmmm, ég má það nú ekki, en allt í lagi, hann er í ensku"

    "Flott, og hvar er enskustofan?"

    "Þú ferð ekkert að fara til hans núna, ekki í miðjan tíma!"

    Hvaða voða vesen er eiginlega á kellingunni.

    "Nei, nei, ég bíð bara fyrir utan, en hvað segirðu, hvar er stofan svo ég sé í það minnsta að bíða á réttum stað?"

    Og loksins loksins vísaði hún mér á stofuna. Ég beið þar til bjallan hringdi og um leið og hurðin opnaðist inn í tíma þá sótti ég inn. Leitaði að honum, ó nei, hann hefur skrópað, hann var ekki þarna inni. Var að gefast upp en sá hann á leiðinni út og plafff - skaut hann í andlitið!

    Núna standa 21 eftir.

    mánudagur 20:42

    Ég drap hana! Ég drap Gunnhildi!

    gunnhildur

    Ég fór með tveimur vinum mínum að borða á veitingastaðnum þar sem hún vinnur. 

    Við vorum ekkert smá heppin því engin önnur en hún þjónaði okkur til borðs.

    Við nutum bara matarins í rólegheitunum og hún stjanaði við okkur. Þegar hún síðan fór út í pásu notuðum við tækifærið, þökkuðum fyrir okkur og ég sprautaði eina gusu í andlitið á henni!

    Hahhhh og núna er hún dauð, þetta var ekkert smá GAMAN!

    Sem þýðir að eftir standa 20 manns og enn þrengist hringurinn.

    miðvikudagur 08:03

    Elvar er dauður.

    elvar

    Ég var fyrir utan vinnuna hans, spurði hvort ég mætti ekki koma inn af því að veðrið var svo ógeðslegt. Fá að bíða þar.

    Síðan kallaði einhver á hann. 

    Ahaa, þetta er hann.

    Svo ég bara labbaði upp að honum og skaut hann í bakið. 

    Sagði "sorrý" og hélt svo mína leið.

    Elvar var ekki mjög sáttur og lét hafa eftir sér "Hann var heigull og skaut mig í bakið. Kjelling"

    En reglur eru reglur, allt er leyfilegt í ástum, stríði og dauðahringnum.

    Núna eru 19 eftir.

    mánudagur 09:54

    Ég skaut hann, ég skaut Kristján.

    kristjan

    Hann er að vinna sem kennari.

    Mér tókst að komast að því í hvaða stofu hann var og ég labbaði bara inn í miðjan tíma og skaut hann þar sem hann stóð upp við töfluna.

    Leit svo við og horfði framan í allan bekkinn.

    "Hann felldi mig sko einu sinni"

    Núna eru 18 manns eftir.

    miðvikudagur 14:13

    Ég drap hana!

    bylgja

    Bylgja situr í vinnunni og sér einskis ills von þegar að brjálaður morðingi ræðst inn og skýtur hana þar sem hún situr við skrifborðið sitt.

    Hann talaði hvorki við kóng né prest heldur ruddist inn eins og versti fantur.

    "Ég er dauð, djöfull er ég pirruð!"

    "Morðinginn hafði víst hringt í pabba minn og kynnt sig og sagði að hann hefði verið að reyna að ná í mig í gemsann en ég ekki svarað og bað hann því um vinnusímann minn, pabbi vissi ekki númerið en sagði honum hvar ég ynni (stór mistök, ekki enn búin að fyrirgefa pabba). Hann mætir svo í vinnuna og ryður stelpunni í móttökunni frá sér, sér mig og pflaffar mig í bakið!"

    Jább, Bylgja er dauð og núna eru bara 17 eftir í Dauðahringnum.

    miðvikudagur 17:57

    "Viktor Örn er vatns-dauður!" 

    viktor

    Við bíðum frekari frétta af þessu sviplega fráfalli.

    Þangað til stendur tölfræðin fyrir sínu.

    Það eru bara 16 manns á lífi í Dauðahringnum.

     

    fimmtudagur 12:09

    Hún Ingunn er dauð.

    ingunn

    Þetta var sko alvöru skotbardagi. 

    Blautar byssukúlurnar flugu á milli, hittu hendur og fætur keppenda þar til að lokum morðinginn náði góðu skoti og Ingunn lá eftir í blóði sínu.... eða þannig.

    Það eru því bara 15 manns eftir í Dauðahringnum. 

     

    föstudagur 22:35

    Kristín er dauð!

    kristineyglo

    Morðinginn elti hana alveg frá heimili hennar þar sem hann hafði njósnað um hana í nokkra daga og alla leið í kvikmyndahús hér í borginni þar sem hann komast aftan að henni og.... já, gekk frá henni.

    Kristín er því ekki lengur á meðal vor og núna standa einungis 14 eftir í Dauðahringnum.

    tikk takk tikk takk

    laugardagur 02:10

    Kristín er dauð!

    kristinros

    "Ég vissi að hún var að djamma og ég náði henni á hennar uppáhaldsstað".

    Morðinginn var greinilega frekar ánægður með sig þarna. 

    Enda má hann vera það.

    Hann og 12 aðrir standa enn á meðan 37 hefur verið útrýmt.

    Já, núna eru bara 13 eftir.

    mánudagur 09:26

    "Ég drap Róbert

    robert

    og mig langar í nýjan áður en ég fer í vinnuna ;)"

    Róbert sagði okkur hvernig morðið bar að:

    Hefði átt að treysta innsæinu.

    Það kom stelpa í vinnuna í dag sem ég hafði ekki séð áður. Hún stóð við afgreiðsluna og spurði ýmissa spurninga sem er svosem ekkert grunsamlegt en ég hafði samt varann á og sýndi henni að ég væri með byssuna mína í hendinni. Hún var pollróleg með báðar hendur sýnilegar og byssan í hvorugri þeirra svo ég varð aðeins spakari og datt í samræður við kunningja. Ég passaði mig þó að hafa kunningjann á milli okkar tveggja og var að spá í að sprauta á hana til vonar og vara en bara kunni ekki við það ef hún hefði ekkert með leikinn að gera. Big mistake! Ég held ennþá á byssunni en allt í einu hefur hún beygt sig niður og notar fætur kunningja míns sem skjól og nær því að skjóta mig áður en bunan mín nær henni til baka. Goddamnit! Ef ég hefði bara hlustað á innsæið og sprautað hana þegar hún stóð þarna að því virtist í mesta sakleysi væri hún úr leik en ekki ég. Næst fær enginn miskunn fyrir bununni!

    Og viti menn, nú standa 12 eftir.

    mánudagur  19:43

    "Ég er dauður!"

    sissi

    Það var Sigurjón sjálfur sem hringdi og sagði okkur fréttirnar.

    Og núna standa 11 manns í Dauðahringnum.

     

     

     

     

    miðvikudagur 18:47

    LOKSINS LOKSINS LOKSINS! Eftir níu daga hlé bætist loks í hóp fallinna því Axel dó í dag.

    axel

    Morðinginn kom inn á líkamsræktarstöð það er Axel er að æfa með fullt af öðrum sterkum strákum bara svona til að forvitnast (eða það var yfirskynið).

    Hann fékk að fara inn í musterið og sjá hvar "alvöru kallarnir" voru að æfa. Þar var Axel (enda alvöru kall) og morðinginn stökk að honum og plaffaði hann niður.

    Það eru því 10 eftir í Dauðahringnum.

     

     

    fimmtudagur 15:25

    Ævar er dottinn út.

    aevar

    Ég vissi hvaða kaffihús hann stundar svo ég labbaði bara á milli þeirra tveggja sem mér fannst líklegust. Eftir að hafa farið á milli nokkrum sinnum þá náði ég honum þar sem hann sat í sakleysi sínu að drekka kaffi á Hressó.

    Núna eru 9 manns eftir.

     

    laugardagur 14:25

    níu dögum seinna deyr Auðunn.

    Leikurinn virðist ganga mjög hægt núna en mjakast þó.

    Auðunni var slátrað í Zombí göngu!

    Nú standa 8 eftir.

     

     

     

    miðvikudagur 15:57

    Hringurinn þrengist, Arnar er dottinn út.

    air

    Var plaffaður í bakið með tóma vatnsbyssu djúpt í töskunni :) Þetta var orðið of langt, hrós á aðilann sem drap mig, gott úthald!

    Já það er svo sannarlega orðið langt síðan að leikar hófust og allir bíða með óþreyju eftir því að leikurinn taki enda.

    Það skal tekið fram að nýjar leikreglur verða kynntar fyrir næsta leik og ættu þær að hraða atburðarásinni.

    Keep posted!

    Núna eru 7 eftir í Dauðahringnum.

     

    miðvikudagur 08:40

    Ómar er fallinn.

    omarr

    Morðinginn náði honum fyrir utan heimili hans.

    Ómar sagði okkur söguna:

    Ég var drepinn í morgun :(

    Þetta er búið að vera langt ferli. Maður er búinn að vera á tánum alla daga, með blautan vasa og tortrygginn um allt og alla.
    Ég var búinn að skjóta marga saklausa borgara sem ég grunaði um græsku. Ég elti meiraðsegja einn samnafna fórnarlambs míns upp á Reykjavíkurflugvöll og sat fyrir honum þar og skaut hann fyrir framan vini hans. Þessi ágæti maður vinnur á vernduðum vinnustað og átti síst af öllu von á svona árás. Honum varð svo mikið um að hann missti næstum af fluginu og náði ekki að kveðja vini sína. Eftir þetta róaði ég morðæðið aðeins hjá mér. Fann þó næsta fórnarlamb og hafði setið um hann alltaf þegar færi gafst en án árangurs.
    Ég geng alltaf um með byssuna, sem ég hafði dulbúið með því að spreyja hana svarta og gera hana vatnsþéttari. Fór svo með hana á djammið um helgina, að sjálfsögðu, og asnaðist til að lána hana í einhverju sprelli og var ekki búinn að fá hana aftur. ...þannig að ég var vopnlaus í þrjá daga og þar var allt sem þurfti! Ég er alltaf sérlega var um mig þegar ég fer heim og að heiman því þar er ég auðveldasta skotmarkið að undanskildum æfingum. Allavega í morgun þegar ég fór út á leið til vinnu var ég ekki alveg með fókusinn í lagi. Sá þegar ég opnaði útidyra hurðina að eitthvað hreyfðist í bílnum fyrir utan húsið og hrópaði strax "NEEEEEIIIIII" og hljóp af stað, morðinginn hljóp strax á eftir mér og hrópaði "ég er búin að skjóta þig" og þá stoppaði ég ...enda vopnlaus og vonlaus. Morðinginn játaði svo að hafa ekki náð að sprauta á mig í upphafi en plataði mig svona svakalega. Við tjáðum morðsögur og kvöddumst í góðu.
    Verðskuldað vissulega, ég var á nálum að vera byssulaus og það hitti á svona slæman tíma. Vonandi víti til varnaðar fyrir síðustu menn.
    Takk fyrir mig ..þetta var skemmtilegt tímabil ...I'll be back!

     

    Það eru núna bara 6 eftir í Dauðahringnum.

     

    miðvikudagur 17:03

    Steini er dauður.

    og núna er 5 eftir í Dauðahringnum.

     

     

     

     

     

    fimmtudagur 14:25

    Nonni er dauður!

    nonni

    Nonni var drepinn í vinnunni sinni en morðinginn smiglaði sér þangað inn og náði honum þar sem hann sat við tölvuna.

    Núna eru bara 4 eftir í Dauðahringnum.

     

     

    laugardagur 22:59

    Jólamorð, Guðrún er dauð!

    Það er aldrei pása, ekki einu sinni á Jóladag og Guðrún fékk að finna fyrir því. 

    Sat í mestu makindum í jólaboði. Algjörlega grunlaus þegar komið var inn í húsið og hún ráðin af dögum.

    Núna er 3 eftir í Dauðahringnum og styttist í næsta leik.

    Stay tuned og skráið ykkur á kradak@kradak.is

     

    Fylgist framvegis með Dauðahringnum á http://daudahringurinn.wordpress.com/