Let's Talk Christmas var fyrsta verkefnið í Let's Talk seríunni og var frumsýnt 15. nóvember 2008 og hefur verið sýnd hver jól síðan. Verkið, líkt og öll önnur verk innan Let's Talk, er á ensku og miðað á erlenda ferðamenn enda þótt Íslendingar geti í raun haft af því jafn gaman. Verkið er einleikur, Grýla tekur á móti gestum og kynnir íslensk jól og jólahefðir, spjallar við fólk og býður upp á léttar hátíðarveitingar.