Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Let´s Talk Local - Húsavík

     

    Kraðak frumsýndi þann 1. júní 2010 leiksýninguna Let´s talk local – Húsavík. Sýnt var í Skipasmíðastöðinni á Gamla Bauk á hverjum degi til loka ágústmánaðar klukkan 15:30.

    Let´s talk local er sýnd á ensku og fjallar um Húsavík og nágrenni. Sagt er frá ferðum Garðars Svavarssonar og Náttfara frá Svíþjóð til Íslands og Húsavíkur. Einnig eru sagðar drauga-, trölla- og álfasögur úr nánasta nágrenni ásamt fróðleik um staðinn og staðhætti. Um er að ræða klukkutíma langa gamansýningu sem kemur öllum í skap auk þess að fræða á sama tíma.

    Aðgangseyrir var kr 2.200 en Húsvíkingum og nærsveitarmönnum er boðið á sýninguna.

    Sýningum er nú lokið í bili en áætlað er að taka verkið upp aftur sumarið 2011.

     

    Það skal tekið fram að verkefnið fékk styrk frá Menningarráði Eyþings og frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings.