Let's Talk Local er önnur sýningin sem sett var upp í Let's Talk seríunni en áður hafði Let's Talk Christmas verið sett á fjalirnar. Tveir víkingar leiða okkur gegnum sögu Íslands á kómískan en fræðandi hátt og stikla á stóru, segja frá helstu atburðum lands og þjóðar og leitast við að svara spurningum.
Verkið er, líkt og önnur verk í Let's Talk seríunni, á ensku og miðað á erlenda ferðamenn enda þótt allir geti haft gagn og gaman af.
Lets Talk Local var frumsýnt 15. júlí 2009