Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Lápur, Skrápur og jólaskapið

    - fjölskyldusýning í hinum sanna jólaanda

     

    Lápur, Skrápur og jólaskapið er fjölskyldusýning í anda jólanna þar sem íslenskum jólahefðum er gert hátt undir höfði. Verkið hefur áður verið sett upp í Skemmtihúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar og í Norrænahúsinu.

    Fyrir jólin 2010 verður sýningin hluti af verkefninu "Jól á Norðurpólnum" en sýningar hefjast sunnudaginn 28. nóvember.

    Það eru allir komnir í jólaskap í Grýluhelli. Allir nema Lápur og Skrápur. Grýla er ekki sátt við þessa syni sína og sendir þá af stað til að leita að jólaskapinu og bannar þeim að koma til baka áður en þeir eru búnir að finna það. Leitin ber tröllastrákana inn í herbergi til Sunnu litlu og hún ákveður að hjálpa þeim við leitina. Það reynist vandasamt verk og saman lenda þau í allskonar ævintýrum.

    Sýningin er u.þ.b. klukkustund að lengd og eftir sýningu fá áhorfendur að hitta persónurnar úr leikritinu, drekka með þeim malt og appelsín og borða með þeim piparkökur.