Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Moršgįta

  Spenna, skemmtun og ótrślegar uppįkomur.

  Hefurðu einhvern tímann látið þig dreyma um að verða hershöfðingi, sjóræningi, olíubarón eða kúreki? Nú er lag!

  Í morðgátuleik (murder mystery) geturðu brugðið þér í þessi gervi og mörg fleiri, ásamt því að skemmta þér við að leggja á ráðin um uppreisn, fjárkúgun, yfirtökur eða ástarævintýri. Í morðgátu eru allir þáttakendur í ákveðnu hlutverki og hafa sett markmið sem þeir keppast við að ná. Allir búa yfir leyndarmálum og ekkert er eins og það sýnist. Í upphafi leiks er einhver drepinn og eiga allir að reyna að leysa málið. Fleiri geta einnig fallið valinn!

  Hér keppast allir við að ná markmiðum sínum og koma í veg fyrir að aðrir nái sínum, sama hvað það kostar. 

  Margar gerðir af gátum eru í boði, allt eftir því hversu margir taka þátt og hvaða tímabili sögunnar fólk hefur áhuga á að kynnast betur.