Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Búðabandið

    Tæplega 20 ára gömul hljómsveit í gargandi stuði
    Búðabandið hefur starfað með hléum frá árinu 1997 þegar það var sett saman til að spila á Hótel Búðum, Snæfellsnesi og sækir bandið nafn sitt þaðan. Krakkarnir í Búðabandinu voru nánast með annað lögheimili á Búðum næstu sumur frá stofnun bandsins þar sem það lék á alls oddi fyrir gesti hótelsins um helgar.

    Eftir að vistinni lauk á Búðum var nóg um að vera hjá bandinu enda hafði það spurst út að hér væri á ferðinni mjög svo skemmtileg dagskrá í boði. Búðabandið réði sig á Glaumbar og sá um hin gríðar vinsælu Corona kvöld sem voru alls ráðandi á fimmtudagskvöldum. Búðabandið kom þar fram öll fimmtudagskvöld á annað ár. Eftir vistina á Glaumbar lá leiðin á Hressó og síðar á Prikið þar sem Búðabandið var fastráðin öll föstudagskvöld næstu árin. Samhliða þessum föstu spilatímum bandsins tók hún að sér spilamennsku við hvers kyns tækifæri, árshátíðir, brúðkaup, afmæli osfrv.

    Búðabandið var fengið til að sjá um tónlistina og hljóðheim fyrir leikritið Saumastofan 30 árum seinna sem sett var upp í Borgarleikhúsinu. Franz útsetti tónlistina fyrir verkið og hannaði hljóðheiminn og bandið spilaði útsetninguna inn á upptökur. Bryndís söngkona lék einnig í verkinu.

    Eftir sleitulausa spilamennsku í yfir áratug ákváð Búðabandið að taka góða pásu til að sinna öðrum verkefnum. Nú er sú pása búin og Búðabandið komið á kreik til að skemmta sem flestum.

    Búðabandið er rómað fyrir hressandi og gamansama framkomu þar sem vinsæl dægurlög eru fléttuð saman við alls kyns grín og sprell þar sem markmiðið er að fá gesti til að brosa og hafa gaman. Meðlimir Búðabandsins taka sig ekki of hátíðlega og eiga það til að gera góðlátlegt grín að sér og öðrum.

    Búðabandið:

    Bryndís Ásmundsdóttir - Söngur
    Franz Gunnarsson - Gítar / Bakrödd
    Þórdís Claessen - Slagverk / Bakrödd