Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Improv Ísland

    HLÁTURSKAST Í ÞÍNUM HÓPI!
    Improv Ísland býður stórskemmtilega og fyndna spuna fyrir árshátíðir, starfsdaga, skemmtikvöld, brúðkaup, afmæli eða aðra viðburði á vegum einstaklinga eða fyrirtækja.
    Um er að ræða 20-30 mínútna grínsýningar, sem spunnar eru á staðnum. Ekkert er ákveðið fyrirfram, enginn veit hvað mun gerast, en spunaleikarar Improv Ísland spinna sýninguna út frá uppástungum frá áhorfendum. 

    Dæmi um sýningar
    - Söngleikur spunninn á staðnum ásamt píanóleikara út frá setningu frá áhorfendum eða stuttu viðtali um vinnustaðinn/afmælisbarni/brúðhjónin osfrv.
    - Spunatónleikar ásamt píanóleikara með virkri þátttöku áhorfenda.
    - 20-30 mínútna grínsýning út frá einu orði frá áhorfendum, þar sem kostulegar persónur kíkja í heimsókn.
    - Einni er hægt að hafa samband og finna leiðir til að vinna með hugmyndir ykkar!
    Einnig er möguleiki að fá spunaleikara frá Improv Ísland í heimsókn til að bjóða uppá spunanámskeið fyrir vinahópa eða starfsfólk á vinnustöðum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að skapa afslappandi og endurnærandi andrúmsloft, þegar eina markmiðið er að hlæja og hafa gaman. Lágmarksfjöldi á slík námskeið er 5 og hámark 16 í einu.

    Improv Ísland hefur verið starfrækt síðan vorið 2015 og sýnir reglulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum.