Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Sóla og krummi

    - Krummi og Grýludóttir

    Sóla sögukona og hrafninn Krummi hafa ákveðið að fara í ferðalag og bjóða þannig upp á hálftíma leikþátt sem hentar mjög á ýmsar samkomur eða í leikskólann. Sóla spjallar við Krumma, segir sögur, syngur og spjallar við börnin. Krummi segir frá lífi sínu og annara hrafna og stríðir Sólu dáldið eins og krumma er von og vísa.

    Eins og sumir vita kannski er Sóla dóttir Grýlu en flutti ung til útlanda þar sem hún lærði að klæða sig og snurfusa eins og dömum sæmir. Sóla sögukona er skemmtilegur og litríkur karakter og ekki er hann Krummi síður áhugaverður.

    Hentar best börnum 3-8 ára.

    Leikkona og höfundur er Ólöf Sverrisdóttir

    Brúðugerð: Messíana Tómadóttir

    Leikstjórn: Margrét Pétursdóttir