Krađak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Ari Eldjárn

  ógeđslega fyndinn!

  Ari Eldjárn er einn vinsælasti uppistandari landsins um þessar mundir. 

  Hann hefur meðal annars komið fram sem Garry Duncan fótboltasérfræðingur auk þess sem eftirhermur hans hafa vakið mikla lukku.

  Með Ara á sviðinu getur þú verið viss um að áhorfendur veltast um af hlátri.

 • Borgardćtur

  söngtríó sem allir ţekkja

  Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993.

  Söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir stofnuðu til samstarfs, ásamt píanóleikaranum og útsetjaranum Eyþóri Gunnarssyni, í þeim tilgangi að setja saman dagskrá byggða á lögum hinna bandarísku Andrews systra. Dagskráin sló í gegn og næstu ár á eftir var tríóið áberandi í íslensku tónlistarlífi, hélt tónleika víða um land og gaf út þrjá geisladiska, Svo sannarlega (1993), Bitte nú (1995) og Jólaplötuna (2000).

  Borgardætur starfa enn, halda tónleika af og til og koma fram í veislum með stutt söng- og skemmtiprógram. Frá útkomu hinnar rómuðu Jólaplötu hafa þær haldið jólatónleika í desember við frábærar undirtektir.

 • Brother Grass

  Bluegrass og suđurríkjalög

  Hljómsveitin Brother Grass var stofnuð vorið 2010 þegar Hildur, Sandra, Soffía og Ösp  ákváðu að halda saman bluegrass tónleika. Þær fengu til liðs við sig gítarleikarann Örn Eldjárn, bróður Aspar.

  Hafa þau tínt til ýmis bluegrass og suðurríkjalög sem þau flytja í eigin útsetningu þar sem þvottabretti, gyðingaharpa og víbraslappi koma meðal annars við sögu. 

   

 • Búđabandiđ

  Tćplega 20 ára gömul hljómsveit í gargandi stuđi
  Búðabandið hefur starfað með hléum frá árinu 1997 þegar það var sett saman til að spila á Hótel Búðum, Snæfellsnesi og sækir bandið nafn sitt þaðan. Krakkarnir í Búðabandinu voru nánast með annað lögheimili á Búðum næstu sumur frá stofnun bandsins þar sem það lék á alls oddi fyrir gesti hótelsins um helgar.

  Eftir að vistinni lauk á Búðum var nóg um að vera hjá bandinu enda hafði það spurst út að hér væri á ferðinni mjög svo skemmtileg dagskrá í boði. Búðabandið réði sig á Glaumbar og sá um hin gríðar vinsælu Corona kvöld sem voru alls ráðandi á fimmtudagskvöldum. Búðabandið kom þar fram öll fimmtudagskvöld á annað ár. Eftir vistina á Glaumbar lá leiðin á Hressó og síðar á Prikið þar sem Búðabandið var fastráðin öll föstudagskvöld næstu árin. Samhliða þessum föstu spilatímum bandsins tók hún að sér spilamennsku við hvers kyns tækifæri, árshátíðir, brúðkaup, afmæli osfrv.

  Búðabandið var fengið til að sjá um tónlistina og hljóðheim fyrir leikritið Saumastofan 30 árum seinna sem sett var upp í Borgarleikhúsinu. Franz útsetti tónlistina fyrir verkið og hannaði hljóðheiminn og bandið spilaði útsetninguna inn á upptökur. Bryndís söngkona lék einnig í verkinu.

  Eftir sleitulausa spilamennsku í yfir áratug ákváð Búðabandið að taka góða pásu til að sinna öðrum verkefnum. Nú er sú pása búin og Búðabandið komið á kreik til að skemmta sem flestum.

  Búðabandið er rómað fyrir hressandi og gamansama framkomu þar sem vinsæl dægurlög eru fléttuð saman við alls kyns grín og sprell þar sem markmiðið er að fá gesti til að brosa og hafa gaman. Meðlimir Búðabandsins taka sig ekki of hátíðlega og eiga það til að gera góðlátlegt grín að sér og öðrum.

  Búðabandið:

  Bryndís Ásmundsdóttir - Söngur
  Franz Gunnarsson - Gítar / Bakrödd
  Þórdís Claessen - Slagverk / Bakrödd

 • Heiđa Ólafsdóttir

  Heiđa syngur alla stíla, hressa tónlist, ballöđur og allt ţar á milli - bara ţađ sem hentar tilefninu hverju sinni

  Heiða hefur starfað sem söngkona síðan hún lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit árið 2005 og syngur við hvers kyns tilefni. Heiða útskrifaðist svo sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York sumarið 2009. Áður en hún hóf nám í leiklist hafði hún verið í tónlistarskóla í mörg ár og einnig lært söng í Söngskólanum í Reykjavík og lokið eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku.

  Heiða tekur að sér að syngja við hvers kyns tilefni, hvort sem það er brúðkaup, afmælisveisla, fyrirtækjagleði, árshátíð eða bara hvaðeina. Hún syngur alla stíla, hressa tónlist og ballöður og allt þar á milli, það er, hvað sem hentar tilefninu. Hún kemur bæði fram með playback og svo getur hún ráðið undirleikara með sér.

 • Hobbitarnir

  - allt frá krúttlegu trúbadoradúói upp í full-blown hljómsveit

  Hobbitarnir eru: Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson. Hafa þeir spilað saman sem trúbadorar í rúm sex ár. Þeir koma fram við öll tækifæri og eru með afar fjölbreytt lagaval sem hentar nánast öllum aldurshópum. Einnig er hægt að fá Föruneytið með Hobbitunum en þá bætast við trommuleikarinn Ólafur Ingólfsson og bassaleikarinn Pálmar Guðmundsson.

  Föruneytið hentar við allar stærri veislur og árshátíðir.

   

  Pakki 1 Hobbitarnir: 

  Hlynur Þór og Ólafur Þór, syngja báðir og spila báðir á kassagítara. Eru vanir að koma fram við mjög fjölbreyttar aðstæður, allt frá fámennum veislum í heimahúsum yfir í að halda uppi bryggjusöng fyrir þúsundir manna á bæjarhátíðum.

  Miðast við atriði sem getur verið frá 20 mínútum og allt upp í klukkustund.

  Hobbitarnir geta hentað við nánast hvaða aðstæður sem er. Taka einnig að sér að spila í kirkjulegum athöfnum s.s. brúðkaupum, skírnum og jarðarförum.

  Pakki 2 Hobbitarnir + bassaleikari:

  Pálmar Guðmundsson bassaleikari bætist í hópinn. Bassinn gefur meiri fyllingu og fyllir betur út í stærri sali. Allt sem á við Pakka 1 á hér líka við, en með bassanum opnast sá möguleiki að spila á heilu balli fyrir smærri hópa.

  Pakki 3 Hobbitarnir og Föruneytið:

  Hér er komið fullt band. Ólafur Þór kominn á rafmagnsgítar og Ólafur Ingólfsson trommari bætist við. Þessu fylgir töluvert meiri útgerð. Stærra hljóðkerfi og hljóðmaður (Anton Ívarsson), ásamt öðrum minni fylgihlutum.
  Hentar vel fyrir stórar samkom

   

 • Hrynjandi

  Kvartett

  Vorið 2010 hafði Addi samband við 3 félaga og viðraði þá hugmynd að syngja saman án undirleiks. Þeir tóku vel í það og var sumarið notað í að sanka að sér lögum og móta hugmyndir. Að hausti fóru æfingar svo af stað og gengu þær framar vonum.

  Strákarnir hafa allir töluverða reynslu af tónlist.

  Ívar er 27 ára, úrskrifaður trompetleikari úr FÍH og hefur spilað með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Til dæmis Stórsveit Reykjavíkur, BigBand-i Samma og Auto Reverse.

  Ragnar er 29 ára söngvari og sjálflærður gítar- og píanóleikari. Hann hefur bæði verið í söng og gítarnámi í FÍH. Núna er Ragnar í tveimur hljómsveitum; Ask the slave sem aðal söngvari og Árstíðum, þar sem hann syngur og spilar á gítar. Einnig hefur Ragnar mikla reynslu af því að trúbadorast.

  Addi er 29 ára, í söngnámi í Tónlistarskóla Fíh og hefur undanfarin ár verið að feta sig út á tónlistarbrautina með söng í brúðkaupum, afmælum og því að trúbadorast með bæði Ragnari og öðrum.

  Hannes er 28 ára með þó nokkra reynslu af bæði tónlist og dansi og var um tíma nemandi í Tónlistarskóla FÍH.

  Allir eiga þeir það sameiginlegt að elska tónlist og ætti það að sjást á þeim þegar þeir syngja enda með mikinn tónlistarlegan metnað.

 • Kári Viđarsson

  frábćr veislustjóri, plötusnúđur og skemmtikraftur

  Leikarinn og skemmtikrafturinn Kári hefur veislustýrt og skemmt á ótal árshátíðum, þorrablótum og í hvers kyns veislum. Hann tekur með sér gítarinn og semur jafnvel lag sérstaklega fyrir tilefnið.

  Kári er heiðurslistamaður Snæfellsbæjar og á og rekur leikhúsið Frystiklefann á Rifi. Hann hefur leikið í fjölda sviðsverka og í sjónvarpi. Hann er einnig frábær plötusnúður í veisluna, en hann hefur þeytt skífum á alls kyns viðburðum og á fjölda skemmtistaða í borginni.

 • Kjass

  Áheyrilegar útsetningar af hefđbundnum íslensum sönglögum og amerískum djasslögum.

  Kjass er nýleg hljómsveit sem er tilvalin til þess að skapa fágað og afslappað andrúmsloft á allskonar samkomum eða jafnvel yfir fordrykk. Sveitin flytur áheyrilegar útsetningar af hefðbundnum íslensum sönglögum og amerískum djasslögum. Meðlimir sveitarinnar eru allt reyndir tónlistarmenn sem eru nýlega útskrifaðir eða við það að útskrifast úr tónlistarskóla FÍH. 

  Kjass er einnig spennandi og áhugaverður valkostur ef óskað er eftir að koma með sterkt, vandað og jafnvel þjóðlegt innslag á ýmis konar samkomur svo sem árshátíðir, ráðstefnur eða brúðkaup. 
  Kjass skipa þau:
  Fanney Kristjánsdóttir, söngur 
  Anna Gréta Sigurðardóttir, píanó 
  Mikael Máni Ásmundsson, gítar 
  Óskar Kjartansson, trommur 
  Birgir Steinn Theodorsson, bassi 
  Hægt er að panta hljómsveitina án söngs til að spila hefðubundna djasslög á sinn einstaka hátt. 
 • Lalli töframađur

  Öđruvísi töframađur
  Lalli...... EKKI venjulegur töframaður!
  Sýngar Lalla eru kröftug blanda af gríni, töfrum og almennri vitleysu.
  Lalli er með mismunandi sýningar fyrir mismunandi aldurshópa, allt frá leikskólasýningum til árshátíða.
  Lalli nær að skemmta öllum hópum í einu og oftar en ekki hrekkur fólk einfaldlega við að sjá skemmtikraft ná svona vel til allra aldurshópa í einu.
  En Lalli er ekki bara töframaður, hann tekur líka að sér veislustjórn.
  Lalli er fyndinn, töfrandi og öðruvísi veislustjóri en fyrst og fremst að þá er hann skipulagður og fagmannlegur þegar kemur að veislustjórnun.
  Hann passar alltaf uppá það að veislur fljóti vel og er fólki alltaf innan handar varðandi atriði og samsetningu á veislukvöldinu sjálfu. 
  Á milli rétta og á dauðum punktum stekkur hann til með  grín, töfra og almenna vitleysu sem höfðar bæði til ungra sem aldna.
 • Látún og spil

  Rómantískur djass, sígild popplög og framúrstefnuleg raftónlist.
  Nína og Kristján eru skemmtilegt par með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu í faginu, hvort sem það er rómantískur djass, sígild popplög eða framúrstefnuleg raftónlist.
  Nína Salvarar er fædd 1986 og hefur áralanga reynslu af söng og hefur að auki tekið að sér textagerð fyrir landsþekkta tónlistarmenn. Hefur sex ára tónlistarnám að baki, og er útskrifuð af handrita- og leikstjórnarbraut Kvikmyndaskóla Íslands. Hún hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir tónlistarmenn. Nína er með sjarmerandi alt rödd og nýtur sín einstaklega vel í djassi, sálartónlist og klassísku poppi.
  Kristján Hrannar er fæddur 1987. Hann er menntaður djasspíanóleikari með fallega baritón rödd, og ástríðu og áhuga á raftónlist. Hann stundar nám við FÍH undir handleiðslu Agnars Más Magnússonar djasspíanóleikara. Kristján gaf út plötuna Anno 2013 hjá útgáfufyrirtækinu Dimmu. 
  Kristján var í hljómsveitinni 1860 um árabil og hefur verið undirleikari fjölmargra söngvara og tónlistarmanna, svo sem Ragga Bjarnasonar og Eddu Þórarins. Hann var einnig í hljómsveitinni Fjögur á palli sem var endurkoma hljómsveitarinnar Þrjú á palli. Hann hafði fram að því starfað í ótal böndum með fjölmörgum tónlistarmönnum.  
  Búnaður: 
  Geta komið með rafmagnsflygil eða harmóniku, eftir því sem hentar tilefninu.
  Geta útvegað hljóðkerfi gegn sanngjörnu verði.
  Kraftmiklar raddir sem geta sungið með eða án hljóðnema ef rýmið leyfir.
  Sérþekking: 
  Eru sérlega fær í að taka óskalög á staðnum. 
  Hafa æft óvenjulega breitt úrval íslenskra dægurlaga.
  Geta spilað vandaðan djass með og án söngs.
  Brot af ferlinum:
  Dimma uppskeruhátíð 2015
  Edrúhátíðin 2014
  Innslög á Rás 2 og Bylgjunni
  Útgáfutónleikar Anno 2013
  Stúdentakjallarinn 2013
  Kraum off Venue Airwaves 2013
  Ótal brúðkaup og stórafmæli
  Götusöngur (busking)
 • Let's Talk Christmas

  - íslenskt jólahald séđ međ augum sjálfrar Grýlu

  Let's Talk Christmas er klukkustundarlöng sýning á ensku og segir frá íslenskum jólum og jólahefðum. Grýla tekur á móti gestum (áhorfendum) og leiðir þá í allan sannleikann um jólahaldið. Enda þótt sýningin sé stíluð á erlenda ferðamenn hentar hún í raun mjög vel fyrir Íslendinga því segja má að hún varpi nýju ljósi á hluti sem okkur finnst þó svo sjálfsagðir. Sýningin er í senn uppistand, fræðandi fyrirlestur og spjall því Grýla tekur á móti spurningum og ræðir málin á skemmtilegan hátt ásamt því að elda ofan í gesti sýna og gefa þeim að smakka helstu einkennandi rétti og drykki íslensks jólahalds.

  Sýninguna má panta hvenær sem er ársins og auðvelt er að setja hana upp hvar sem er án fyrirhafnar.

 • Margrét Erla Maack

  magadansmćr, Bollýwooddansari, plötusnúđur, bara svona svo fátt eitt sé taliđ.

  Margréti Erlu Maack þekkja landsmenn eflaust en hún hefur birst landsmönnum á sjónvarpsskjánum í þáttum eins og Kastljósi og Gettu Betur en einnig hefur hún ferðast um landið með Sirkus Íslands. Margrét er fjölhæfur skemmtikraftur. Hún er ein besta magadansmær landsins, leiðir Bollywood danshóp sem kemur öllum í stuð og hentar það sérstaklega vel til að fá alla gesti út á gólf áður en hljómsveit eða plötusnúður setja ballið í gang.

   

  Margrét á líka nokkur burlesqueatriði uppi í erminni sem bæði skemmta og kitla hláturtaugarnar. Hún er frábær veislustjóri og tekur einnig að sér að sérsníða danstíma að alls kyns hópum. Hún hefur kennt bifvélavirkjum Bollywood, hestakonum magadans og þýska handboltalandsliðinu að dansa eins og Beyoncé. Hún skipar einnig plötusnúða- og karaoketeymið Hits & Tits með Ragnheiði Maísól Sturludóttur.

 • Margrét harmonikkuleikari

  spilar oft út fyrir kassann

  Ég heiti Margrét og ég er harmonikkuleikari. Ég hef mundað gripinn lengi og spila mikla breidd af lögum. Íslensk og erlend dægurlög og er sérstaklega hrifin af þeim frönskum. Ég spila jafnvel popptónlist ef þannig liggur á mér, í raun finnst mér skemmtilegast að spila "út fyrir rammann" af því sem fólk býst við af hljóðfærinu. 

  Markhópurinn er risastór, og ég get næstum fullyrt að ég geti höfðað til allra aldurshópa. Vinsældirnar eru til dæmis sívaxandi hjá yngri kynslóðinni og mín "nýstárlega" nálgun á hljóðfærið hefur opnað mörg augun fyrir harmonikkunni.

  Verkefnin mín eru dúndurmörg en byrjum á að fókusera á þorablótin og árshátíðirnar

  Harmonikkan hentar mjög vel í allskonar dinner, hvort sem um fordrykk eða við borðhaldið sjálft. Ef um stærri veislur er að ræða hef ég oft bætt við mig hljóðfæraleikurum, sérstaklega erum við Birkir Blær saxófónleikari skemmtilegur dúett.

  Ég þekki þorrablótin einnig vel og hef haldið uppi uþb 80 manna þorrablótum með hljómsveit sem stendur saman af harmonikku, saxófóni og trommum. Við erum feykiskemmtieg og höldum uppi dúndrandi þjóðlegu dansgólfi ef þannig liggur við. Svo er lítið mál að bæta við hljóðfæraleikurum ef um er að ræða stærri blót. 

  Þetta er það sem ég get gert, svona meðal annars.

 • Myrra Rós

  Söngvaskáld í Reykjavíkurborg

  Myrra Rós er söngvaskáld í Reykjavíkurborg. Hún kemur fram ein með gítarinn og flytur þá helst frumsamda tónlist í bland við nokkrar vel valdar ábreiður. Lögin eru einlæg og falleg og einfaldleikinn fær að njóta sín í bland við sérstaka röddina. 

  Hún töfrar fram lágstemmda og kósý stemningu sem er fullkomin í hvers kyns veislur, brúðkaup, fyrirtækjahóf og jafnvel ef þig vantar fallegan flutning í jarðarför.  

   

  Myrra kemur fram í 30-60 mínútur en hægt er að semja um annað með fyrirvara. 

   

 • Olga

  fimm ungir menn deila gleđi og hamingju međ heiminum
  Olga Vocal Ensemble færir gleði og hamingju. Gleði og hamingju, sem Olga vill deila með heiminum. Þessir fimm ungu menn eru tilbúnir til að sigra hvert hjarta með kraftmiklum og fallegum söng ásamt einstakri framkomu. Olga fer nýjar leiðir í að nálgast gamlar hefðir. Með einlægri framkomu sinni sameinar hún eldmóð og kímnigáfu í leikrænni tjáningu sem hentar öllum aldurshópum. Þau sönglög sem hún flytur ná yfir rúmlega 5 aldir af söngvagleði, en hún er nú þegar þekkt fyrir sína einstöku efnisskrá, þar sem áhrifamikil klassísk tónlist mætir vinsælum dægurlögum – allt frá íslenskum drykkjuvísum frá miðöldum, til angurværra tóna hinna gömlu góðu daga. Hljómurinn sem einkennir Olgu sameinar alla tónlist í eina heild með mjög áhrifaríkum hætti.

  Olga leit fyrst dagsins ljós árið 2012 í tónlistarskóla HKU í Utrecht, Hollandi. Hún býr svo sannarlega yfir alþjóðlegum anda en meðlimir hennar eru af hollensku, íslensku og rússnesku bergi brotnu. Þau verk sem hún flytur eru frá fjölmörgum löndum, og eru eins mismunandi og þau eru mörg. Ferill Olgu er sannarlega glæsilegur en hún á nú þegar að baki ótal tónleika bæði hér heima sem og erlendis. Frá stofnun hefur hún reglulega farið til Íslands á tónleikaferðalag. Til gamans má geta hefur hún haft það að sið hér á landi að bjóða Olgum frítt á tónleika, og mættu í eitt skipti 13 Olgur á tónleika hjá henni. Olgumenn tóku einnig upp sinn fyrsta geisladisk árið 2014. Þeir hafa setið námskeið hjá Paul Phoenix, sem áður var í The King's Singers, og ættleiddu rauðan ketil sem lukkudýr, en hann gengur undir nafninu Ketill Olguson.

 • Sniglabandiđ

  Sniglabandiđ - góđ hljómsveit

  Sniglabandið er ein af elstu, virtustu og skemmtilegustu hljómsveitum á Íslandi, um það efast enginn.


  Þeir félagar í Sniglabandinu hafa verið lengi að og eru með ótrúlega langan lagalista og því mjög fjölbreytt lagaval. Fyrir utan allt grínið sem að oftast á sér stað á sviðinu þá hefur þessi hljómsveit gríðarlegt skemmtanagildi þegar kemur að dansinum á árshátíðinni. Frá Sniglabandinu sleppur enginn ósnortinn.

  Sniglabandið …. góð hljómsveit.

 • Soffía Björg

  ótrúlega hćfileikarík tónlistarkona

  Soffía Björg er söngkona, gítarleikari, laga- og tónsmiður og flytur tónlist við hina ýmsustu viðburði svo sem dinner, jólaskemmtanir, árshátíðir, afmæli, brúðkaup og jarðarfarir. Það fer eftir umstangi viðburðarins og óskum viðskiptavinarins hvort að Soffía mætir með einn meðleikara eða heila hljómsveit. Óskir um lagaval er hægt að semja um.

  Hér má sjá Soffíu taka lagið Þeir vaka yfir þér.

 • UniJon

  UniJon gera kvöldiđ notalegra.

  Vantar þig/ykkur skemmtilega stemningu í formi tónlistar fyrir hópinn, veitingastaðinn, kaffihúsið eða bara til að gera kvöldið notalegra?

   

  Þau Unnur Arndísardóttir, eða Úní eins og hún kallar sig, og Jón Tryggvi Unnarsson söngvaskáld og trúbadorar hafa seinustu ár boðið uppá fallega og ljúfa Íslenska Dægurlagatónlist sem vakið hefur mikla lukku. Þau bjóða uppá prógram af fallegri og ljúfri dægurlagatónlist í anda gamla tímans, sem skapar skemmtilega stemningu fyrir hvaða tilefni sem er. Ef ykkur vantar hljóðfæraleikara og tónlist til að skapa rólega og einlæga stemningu fyrir hópinn, veitingastaðinn eða kaffihúsið endilega hafið samband.

 • Viggó og Víóletta

  - söngleikjapar á heimsmćlikvarđa

  Hið gleðilega konunglega söngleikjapar, Viggó og Víóletta hafa troðið upp við hins ótrúlegustu tækifæri síðan á Gaypride 2008 og eru stanslaust í stuði. Þau hafa margoft troðið upp með kabarettkvöld á skemmtistaðnum Barböru og hafa píanista til taks, sé þess óskað. Þau nota söng, dans og að sjálfsögðu brosið og sína einstöku útgeislun til að ylja fólki um hjartarætur. Hörðustu naglar fyllast iðullega af gleði og byrja að syngja með, sérstaklega þegar ABBA syrpan hefst.

  Þau geta flest þessi tvö en hér á eftir fara nokkur dæmi:

  15-25 mín skemmtun þar er söngur, glens og dans. Þau eru með nokkur atriði, bæði rólegri söngatriði sem henta milli máltíða í veislum eða sem uppbort í partýjum. Svo luma þau á einni algerri hressleikabombu sem hentar vel til að koma fólki út á dansgólfið. Þar duna lög eins og Footloose, Greased lighting, Time Warp og að sjálfsögðu nokkur sígild Abbalög. Einnig eiga þau hressa diskósyrpu sem hefur glatt marga fótafima menn og konur.

  Veislustjórn - allt kvöldið. Þá stýrir parið gleðikvöldinu með mikilli fágun og tilheyrandi búningaskiptum. Þau taka þá eitt eða nokkur af atriðunum sínum og stjórna veislunni með glæsibrag. Undirbúningur á sér stað í vikunni fyrr þar sem þau fá að vita dagskrá og annað og þau bera svo kvöldið á herðum sér.

   

 • Ţjónar

  - skemmtiatriđi sem nćr yfir heila kvöldstund

  Það er mjög vinsælt að fá í veisluna skemmtikrafta sem eru dulbúinir sem þjónar. Gestirnir standa þá í þeirri trú að um sé að ræða hefðbundna veislu með venjulegum þjónum en fara brátt að taka eftir ýmsum uppákomum hjá þjónunum sem ýmist dansa, syngja, detta, hella niður eða smakka matinn þeirra. Uppátæki þjónanna eru í samráði við veisluhaldara.

  Athugið að við getum einnig útvegað hefðbundna þjóna, vana þjóna sem henta í hvers konar veislu eða samkvæmi.
 • Ţrjár

  Elín, Ólöf og Rósa - klappa, stappa og syngja eins og englar
  Þrjár er sönghópur sem samanstendur af þremur söngkonum, þeim Elínu Ásbjarnardóttur, Ólöfu Hugrúnu Valdimarsdóttur og Rósu Ásgeirsdóttur.
  Allar byrjuðu þær að syngja ungar að aldri en síðan þá hafa þær verið í hinum ýmsu söngverkefnum, kórum, hljómsveitum og söngleikjum. Árið 2015 hófu þær samstarf undir nafninu Þrjár og taka að sér að flytja skemmtileg lög við flest tilefni. Þær eru að mestu acapella hópur en eiga það til að skreyta lögin með allskyns klappi, stappi og litlum hljóðfærum.
 • Ţröstur Sigurđsson

  Ţresti er margt til lista lagt

  Þröstur getur gert alls konar og bregður sér í alls konar hlutverk, til dæmis:


  Croonerinn: Þröstur tekur á móti gestum í gamaldags Frank Sinatra, Dean Martin stemmingu og syngur jazz-standarda með fallegri afslappaðri baritónröddu sama hvort það er með playbacki eða lifandi hljóðfæraleik.

  Veislustjórinn: Stýrir veislum með gríni og glensi, fær salinn með sér, notar leiki og tónlist og oftar en ekki leynist leynigestur með í pakkanum.

  Plötusnúðurinn: Þröstur spilar aðallega old school soul-tónlist og klassískt diskó, er mjög góður að búa til ,,feelgood" stemmingu, grípur þó líka í hefðbundin partýlög og les salinn vel.

  Pub-quiz spurningahöfundurinn: Þröstur hefur samið aragrúa spurninga og haldið keppnir fyrir ótal fyrirtæki með mjög góðum árangri. Þröstur aðlagar spurningarnar að þeim hópi sem um ræðir, gerir alls konar þemu, notar tónlist, myndskeið og fleira til að gera spurningkeppnina sem skemmtilegasta og allt er gert á léttum nótum.